Innleiðing jákvæðrar sálfræði í skólastarf nefnist jákvæð menntun, en Martin Seligman, frumkvöðull jákvæðrar sálfræði, var einn sá fyrsti sem áttaði sig á mikilvægi þess að innleiða markvisst hamingju og vellíðan inn í skólastarfið. Jákvæð menntun er skilgreind sem menntun sem leggur jafna áherslu á hefðbundna færni og hamingju og hefur það meginmarkmið að stuðla að vellíðan og seiglu ungmenna. Há tíðni þunglyndis meðal ungs fólks færir sterk rök fyrir því að sjálfstyrking og hamingja eigi að vera kennd í skólum (Seligman, Ernst, Gillham, Reivich & Linkins, 2009).
Komið hefur í ljós að vellíðan barna og ungmenna hefur jákvæð áhrif á námsárangur barna (Howell, 2010) og að sama skapi hafi kvíði og þunglyndi neikvæð áhrif á hann (Owens, Stevenson, Hadwin & Norgate, 2012). Þá hafa rannsóknir á áhrifum jákvæðrar menntunar sýnt fram á bættan árangur, aukna ánægju og skuldbindingu nemenda (Seligman, Ernst, Gillham, Reivich & Linkins, 2009), sem er að mörgum talin vera teljum afar eftirsóknarverð markmið.
Heimildir
Howell, A. J., Digdon, N. L., & Buro, K. (2010). Mindfulness predicts sleep-related self-regulation and well-being. Personality and Individual Differences, 48(4), 419-424.
Owens, M., Stevenson, J., Hadwin, J. A., & Norgate, R. (2012). Anxiety and depression in academic performance: An exploration of the mediating factors of worry and working memory. School Psychology International, 33(4), 433-449.
Seligman, M. E., Ernst, R. M., Gillham, J., Reivich, K., & Linkins, M. (2009). Positive education: Positive psychology and classroom interventions. Oxford review of education, 35(3), 293-311.