Kennari, markþjálfi, nemi, móðir, dóttir, vinkona, kærasta, systir, frænka...
Mín helstu áhugamál eru hamingja og velferð, uppeldi og kennsla, vera úti í náttúrunni, prjóna og eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum.
Ég er grunnskólakennari og hef starfað við Ingunnarskóla frá árinu 2005 þegar ég útskifaðist með B.ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands. Nú í vetur nýt ég þeirra forréttinda að vera í námsleyfi þar sem ég er í mastersnámi í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á jákvæða sálfræði. Árið 2018 lauk ég diplomanámi á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði frá Endurmenntunardeild Háskóla Íslands. Síðan þá hef ég kynnt mér og unnið mikið í anda jákvæðrar menntunar og er nú í stjórn félags um Uppbygging sjálfsaga - Uppeldi til ábyrgðar.
Mínir helstu styrkleika þrautseigja, lausnamiðun, forvitni, heiðarleiki, kærleikur, samvinna, húmor, metnaður og jákvæðni.
Menntun
2017-2018
Endurmenntunardeild Háskóla Íslands
Diplóma í Jákvæðri sálfræði á meistarastigi
2003-2005
Kennaraháskóli Íslands
B.ed. á yngri barna kjörsviði
1995-2000
Menntaskólinn við Sund
Stúdentspróf af félagsfræðibraut
Námskeið
2024, Jákvæður agi - foreldrafræðslunámskeið
Foreldrafræðslunámskeiði sem lauk með að vera löggiltur kennari í foreldrakennslu á jákvæðum aga.
2023, Grunnnám í markþjálfun
Viðurkennt markþjálfanámi frá Profectus.
2020, Verkefnastjórnun á mannamáli
Hagnýtt námskeiði í verkefnastjórnun frá NTV
2001, Alhliða tölvunámi við Viðskipta- og tölvuskólann
Í þessu námi var m.a. lögð áhersla á helstu forritin sem tilheyra Microsoft Office pakkanum.