Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná auknum árangri og auka skilvirkni. Markþjálfun er aðferðafræði sem er til þess fallin að hjálpa einstaklingum að öðlast skýrari framtíðarsýn og hvernig hægt er að nýta styrkleika sína til að raungera þá sýn. Markþjálfun er samræðuferli þar sem vitundarsköpun markþegans leiðir til nýrra lausna og tækifæra.
Markþjálfun á rætur að rekja til fræðigreina á sviði jákvæðrar sálfræði og þjálfunar. Með markþjálfun á ICF grunni gefst einstaklingum tækifæri til að skoða sjálfa sig, störf sín og hegðun í fullum trúnaðarsamskiptum við markþjálfa sem hefur hlotið faglega þjálfun í gegnum viðurkennt ICF nám. Um framfaradrifna samtalstækni er að ræða þar sem einstaklingurinn velur umræðuefnið en markþjálfinn heldur utan um samtalið.
Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná árangri og auka skilvirkni.
Markþjálfun er aðferðafræði sem er til þess fallin að hjálpa fólki að öðlast skýrari framtíðarsýn
Markþjálfun opnar augu fólks fyrir því hvernig það getur nýtt styrkleika sína til að raungera eigin sýn.
Markþjálfun er samræðuferli þar sem vitundarsköpun markþegans opnar á nýjar lausnir og tækifæri.
Markþjálfi tekur ekki af fólki ábyrgð með því að gefa ráð.
Markþjálfi tekur ekki afstöðu eða myndar sér skoðun á því málefni sem rætt er hverju sinni.
Markþjálfi vinnur ekki í tilfinningadrifinni fortíð.
Markþjálfi er ekki kennari eða mentor
Þegar þú kemur í markþjálfasamtal er mikilvægt að hafa það í huga að samtalið kemur til með að snúast um þig og það sem þú vilt að verði að þínum veruleika. Samtalið er í þínum höndum og þú ákveður umræðuefnið! Ég sem markþjálfi mun halda þér við efnið og hjálpa þér að skoða möguleika og hvernig þú getur yfirstigið þær hindranir á veginum sem kunna að vera. Hjálpa þér að vinna með þá styrkleika sem þú hefur sem eru oftast mun fleiri en þú gerir þér grein fyrir í fyrstu. Ég mun líka hjálpa þér að vinna með hugsanaskekkjur, þegar raunveruleiki þinn er mögulega annar en sá sem þú hefur talið þér trú um. Í markþjálfasamtali er mikilvægt að báðir aðilar taki hlutverki sínu alvarlega. Þar ríkir alger trúnaður og þar markþeganum gefst rými til að leggja spilin á borðið og spá í framtíðina og hvernig hann getur spilað best úr því sem hann hefur. Þetta trúnaðarsamband er lykilforsenda fyrir því að markþeginn nái árangri.
... að virða það traust og þann trúnað sem mér er sýndur
... að hafa hagsmuni markþegans ávalt að leiðarljósi
... að taka virkan þátt í markþjálfunarsamtalinu
... að halda viðskiptavininum við efnið
... að mæta á réttum tíma og vera vel undirbúinn
... að fylgja viðskiptavininum eftir í þeim markmiðum sem hann setur sér
... að endurgjöf mín sé heiðarleg og beinskeytt
... að standa við það sem ég segi
... að virða það traust og þann trúnað sem þér er sýndur
... að vera opinskár og heiðarlegur um þau mál sem tekin eru fyrir
... að taka virkan þátt í markþjálfunarsamtalinu
... að halda þér við efnið
... að standa við það sem þú segir
... að mæta á réttum tíma og vera vel undirbúinn
... að fylgja eftir þeim markmiðum sem þú setur þér
... að taka endurgjöf með opnum huga í þeim tilgangi að læra